Landsbankinn undirritaði í dag stærsta sambankalán sem íslenskur banki hefur tekið eða að fjárhæð 600 milljónir evra (55 milljarðar íslenskra króna), segir í fréttatilkynningu. Samtals komu 28 alþjóðlegir bankar og fjármálastofnanir frá 16 löndum að láninu.

Mikil umframeftirspurn var eftir láninu og í kjölfar hennar ákvað Landsbankinn að hækka lánið úr 300 millónum evra í 600 milljónir.

Lánið var veitt á bestu kjörum sem Landsbankinn hefur fengið á þessu ári og á einum þeim allra bestu kjörum sem íslenskir bankar hafa átt kost á frá því að núverandi ástand skapaðist á lánamörkuðum fyrr á árinu, segir í frétt bankans.