Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur beðið alla þá aðilar sem komu að söluferlinu á Bílaleigu Flugleiða (Hertz) um að afhenda til baka öll gögn sem þeim voru afhent í söluferlinu.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var frá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Sem kunnug er ákvað Landsbankinn að ganga til samninga við Norðurlöndin ehf., sem er félag í eigu Sigfúsar R. Sigfússonar, oft kenndan við Heklu, Sigfúsar B. Sigfússonar, Sigurðar Berndsen og Hendriks Berndsen.

Þá hefur fyrirtækjaráðgjöfin jafnframt farið fram á þátttakendur eyði gögnum „“sem kunna að hafa verið útbúin af hálfu [þátttakenda] eða að [þeirra] beiðni á grundvelli trúnaðarupplýsinga sem afhentar voru,“ eins og það er orðað í tölvupóstinum.