Greiningardeild Landsbankans metur Actavis á 72,8 krónur á hlut og vænt virði eftir 12 mánuði á 81,8 krónur á hlut. En hún uppfærði verðmat sitt á Actavis í kjölfar uppgjörs félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. ?Uppgjörið var að mestu í takt og því rekstrarforsendur lítið breyttar frá fyrra verðmati,? segir greiningardeildin.

?Lokagengi Actavis 16. nóvember var 65,7 kr. á hlut og mælum við því áfram með kaupum á bréfum félagsins og yfirvogun í vel dreifðu eignarsafni,? segir greiningardeildin.

?Áætlanir félagsins um 1.390 milljónir evra tekjur og 20-21% EBITDA munu ganga eftir og stefnir í fínan fjórða ársfjórðung sem verður drifinn af Norður-Ameríku sviðinu og Mið- og Austur Evrópu. Á afkomufundi í kjölfar uppgjörs kom fram að vænta megi frétta af tveimur yfirtökum fyrir árslok. Við teljum líklegt að fyrirhuguð kaup verði í minni kantinum,? segir greiningardeildin.