Greiningardeild Landsbankans hefur uppfært verðmat sitt á Alfesca og metur félagið á 31,2 milljarða króna sem gefur verðmatsgengið 5,3. Gengi félagsins hefur hækkað um 0,59% það sem af er degi og er 5,11 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá M5.

?Við mælum með því að fjárfestar kaupi bréf í Alfesca og markaðsvogi í vel dreifðu eignasafni íslenskra hlutabréfa. Kennitölur Alfesca renna stoðum undir núverandi verðmat, en þær hafa batnað nokkuð frá síðasta verðmati. V/H gildi fyrir fullt rekstrarár 2006/2007 lækkar úr 16,3 í 14,9 og EV/EBITDA fyrir allt árið er nú 8,8 í stað 10,1 áður,? segir greiningardeildin.

?Miklar verðlækkanir á laxi síðustu vikurnar og hagræðingaraðgerðir síðustu missera eru byrjaðar að skila sér í bættri afkomu hjá Alfesca. Félagið hefur styrkt markaðsstöðu sína síðustu misserin og er vöxtur í mikilvægustu vöruflokkum félagsins langt umfram markaðinn,? segir greiningardeildin.