Landsbankinn var valinn Markaðsfyrirtæki ársins 2007 en auk þess voru Glitnir og Iceland Express tilnefnd til verðlaunanna. Þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og síðastliðið ár verið viðburðarríkt.

Andri Már Ingólfsson eigandi  heimsferða var  valinn  Markaðsmaður ársins 2007.

140 gestir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna sem fór fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin fyrir hönd ÍMARK og er í 17. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair var  ræðumaður dagsins og fjallaði um markaðsmál á líðandi stundu .