Árni M. Mathiesen segir í nýrri bók þeirra Þórhalls Jósepssonar að þegar bankarnir féllu í október árið 2008 hafi ráðherra í ríkisstjórninni farið að gruna að Landsbankinn hefði í raun verið fallinn.

Þegar FL Group og Gnúpur voru að falla í upphafi árs 2008, hafi þeim einhvern veginn tekist að blekkja eftirlitsaðilana, Seðlabanka og Fjármálaeftirlit, og haldið sér gangandi með gengishagnaði og Icesave-innlánum.

Bókin nefnist Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar, sem Árni M. Mathiesen skrifar ásamt Þórhalli Jósepssyni. Þar lýsir Árni frá sínum bæjardyrum bankahruninu, aðdraganda þess og eftirmálum og tildrögum þess að hann ákvað að segja skilið við stjórnmálin.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .