Landsbankinn var meðal þeirra aðila sem voru mótfallnir samkomulagi við Ágúst og Lýð Guðmundsson um að þeir eignist 25% hlut í Bakkavör Group. Í atkvæðagreiðslu um málið sat bankinn hjá. Fréttablaðið greinir frá því í dag að hópur hluthafa í Bakkavör Group hafi verið á móti því að bræðurnir myndu fá að kaupa allt að 25 prósenta hlut í félaginu í gegnum hlutafjáraukningu fyrir um fjóra milljarða króna.

Kaupverð er undir matsvirði félagsins. Samkvæmt samkomulaginu eignast íslenskir kröfuhafar Bakkavör að stærstum hluta. Fyrra samkomulag félli úr gildi en þeir Ágúst og Lýður gætu keypt fjórðungshlut.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, staðfestir afstöðu bankans. Bankinn var óánægður með það verð sem bræðrunum bauðst og lýsti yfir andstöðu sinni við þann hluta samkomulagsins. Bankinn á þó aðeins 2 prósent hlut.