Lindarhvoll ehf. hefur ráðið Landsbankann til að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Lindarhvoll er í eigu ríkissjóðs og hefur það hlutverk að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

Ríkiskaup önnuðust að beiðni Lindarhvols milligöngu um öflun tilboða frá fjármálafyrirtækjum til að selja eignirnar. Eignirnar, sem um ræðir, eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Reitir fasteignafélag hf., Síminn hf. og Eimskipafélag Íslands hf.