Landsbankinn úthlutaði í gær 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki úr Samfélagssjóði sínum í fyrsta sinn. Sjö styrkir voru veittir upp á eina milljón króna hver og tuttugu upp á 400 þúsund krónur.

Nýsköpunarstyrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi.

Í dómnefnd sátu Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff; Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga; Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent við HR, Magnús Jónsson, útibússtjóri Landsbankans í Árbæ ,og Finnur Sveinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum í samfélagslegri ábyrgð. Finnur var jafnframt formaður dómnefndar.

Ríflega 350 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrki Landsbankans, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum.

Styrki upp á eina milljón króna hljóta eftirfarandi:

  • Volcano Iceland ehf. - Warmers - gigtahlífar
  • Íslandshús ehf. – Ný kynslóð forsteyptra húseininga
  • Íslensk matorka ehf. – Græna hringferlið
  • Jarðteikn ehf. – Mode Slurry Ice Systems hannar og framleiðir ískrapavélar fyrir smábáta.
  • Risk medical solution – Einstaklingsmiðuð meðferð við greiningu á áhættu sykursjúkra einstaklinga.
  • Sæbýli ehf. – Eldi og vinnsla á japönskum sæbjúgum.
  • Valorka ehf. – Valorka hverfillinn, sem vinnur að þróun og rannsóknum á nýtingu sjávarfallsorku.
  • Úthlutaðir voru tuttugu 400 þúsund króna styrkir til eftirtalda aðila:

  • Bjargey Ingólfsdóttir – „Baralega“, nýjung á hjálpatækjamarkaðnum fyrir fjölfatlaða.
  • Gísli Sverrir Árnason - Eyðibýli á Íslandi, ferðaþjónusta.
  • Þórunn Jónsdóttir – FAFU, þátttaka á sýningunni Childcare Expo 2011.
  • Inga Dóra Jóhannesdóttir – Flakkari, útivistarsokkar.
  • Hjálmar Árnason - Keilir ehf.,flugvirkjabúðir.
  • Þórður Pétursson – Hvannalindir, geithvönn, grunnur að heilsu.
  • Gunnar Jacobsen - Software.is ehf. , LIX hugbúnaðarkerfi, greinir leshæfni íslensks texta.
  • Karna Sigurðardóttir - Íslenskar vörur úr íslensku hráefni.
  • Guðrún Valdimarsdóttir – Trékubbar gerðir úr íslensku lerki.
  • Bryndís Guðmundsdóttir - Raddlist ehf. Leikum og lærum með hljóðin.
  • Ragnheiður Eiríksdóttir - Knitting Iceland, prjónaferðir til Íslands.
  • Þröstur Heiðar Erlingsson, Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir – Kjötvinnsla í Birkihlíð.
  • Smári Jósafatsson – Smart Motion Running, hlaupastílsnámskeið.
  • Sveinbjörg Hallgrímsdóttir - Svartfugl listhús ehf., markaðssókn hönnunar og lífsstílsvara.
  • Sverrir Pétursson - Prjónamunstur.is.
  • Geir Sigurður Jónsson - Center ehf. Golf80 - Social Scoring Network.
  • Ásta Hrönn Björgvinsdóttir – Þróun á andlits- og líkamsmaska úr íslenskum leir.
  • Kristbjörn Helgi Björnsson- Stórsaga ehf., ferðaþjónusta „Ferðast til fortíðar.“
  • Kjartan Sverrisson - Þríhöfði ehf., gítarkennsla á vefnum og samfélags viðbótin PartyMode.
  • Jón Pálsson - GAIA ehf., þróun þrívíddarlíkana til birtingar upplýsinga á Google Earth.