Fyrir skömmu voru afhent verðlaun í Raunveruleiknum sem er gagnvirkur hermileikur sem fræðir nemendur 10. bekkjar um ábyrga meðferð fjármuna og neytendamál. Í fréttatilkynningu segir að 1.300 nemendur í 10. bekk grunnskóla hafa tekið þátt í leiknum undanfarnar fjórar vikur. Verðlaunin sem Landsbankinn gaf hverjum nemanda er iPod Nano en stigahæsti einstaklingurinn fékk iPod touch.

Sigurvegarinn í keppni einstaklinga skólaárið 2007-2008 er Arnbjörg Arnardóttir, nemandi í Hagaskóla. Sigurvegari í bekkjakeppninni er 10. bekkur í Grunnskólanum í Hrísey. Einnig fá Auður Tinna Aðalbjarnardóttir úr Hagaskóla og Jóhann Atli Hafliðason úr Grunnskóla Djúpavogs, verðlaun fyrir annað og þriðja sætið í keppni einstaklinga.

Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur sem fræðir nemendur 10. bekkjar um ábyrga meðferð fjármuna og neytendamál. Frá 15. október hafa um 1.300 nemendur úr 46 skólum tekið þátt í leiknum og keppt til verðlauna jafnhliða því að fræðast um samfélag Raunveruleiksins sem á að endurspegla það samfélag sem við búum í.