Þrjú nýsköpunarfyrirtæki sem m.a. vinna að þróun mjólkurvara fyrir fólk með mjólkuróþol, fjöðrunargaffal fyrir reiðhjól og námskeið í leikjaforritun fengu hvert um sig 1,5 milljóna króna styrk til úr Samfélagssjóði bankans í síðustu viku. Bankinn veitti 15 milljónum króna til 23 verkefna. Hæstu styrkirnir námu 1,5 milljón króna og en þær lægstu 300 þúsund krónum.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanunum að styrkjunum er ætlað að styðja frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi.

Dómnefnd var skipuð þeim Óla Halldórssyni, forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga, Finni Sveinssyni, sérfræðingi í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum, Guðnýju Erlu Guðnadóttur, útibússtjóra Landsbankans á Hornafirði og Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni, dósent við Háskólann í Reykjavík. Rögnvaldur var jafnframt formaður dómnefndarinnar. Ríflega 250 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrkina.

Styrki upp á 1,5 milljónir hlutu:

  • Arna ehf. – Mjólkurvörur fyrir fólk með mjólkuróþol
  • Lauf Forks ehf.– Fjöðrunargaffall fyrir reiðhjól
  • Skema ehf.– Námskeið í leikjaforritun

Styrki upp á eina milljón hlutu. Það eru:

  • Blás ehf.– Heilnæmt gæludýrasnakk
  • Fossadalur ehf.– Fluguveiðihjól
  • Oculis ehf.– Augndropar með nanótækni

Eitt verkefni hlaut styrk upp á 700 þúsund krónur. Það var:

  • Arctic Running - Hlaupaferðir um náttúru Íslands

Þá hlutu tíu verkefni styrk upp á hálfa milljóna króna. Þau voru:

  • Arctimals - Rafmagnsmælir fyrir börn
  • Burkni Pálsson - Kísilsvifvökvi sem fæðubótarefni
  • Edda Elísabet Magnúsdóttir - Ocean Sounds
  • Hafsteinn Júlíusson - HAF
  • Helgi Tómas Hall - Enforcer
  • Keilir ehf. - Keflanding
  • Smári og Hafdís Baldursbörn - Umvafinn
  • Stóll ehf. - Smíði hjólastóla á Íslandi
  • Sæmundur Elíasson - Byggpasta
  • Vera Þórðardóttir- Vera at home

Sex verkefni fengu svo 300 þúsund króna styrk. Þau voru:

  • Anna Sigríður Jörundsdóttir - Kaldpressað lýsi
  • Frumkvöðlar ehf. - Sala norðurljósa á netinu
  • Jóhanna Helga Þorkelsdóttir - SUNNAgló
  • Jökull Sólberg Auðunsson og Magnús Berg Magnússon - Wodboard
  • Kaupfélag Héraðsbúa - Netverslun fyrir austfirskar vörur
  • Snæfríður Ingadóttir - Tannstrá