Eignahlutir Horns, dótturfélags Landsbankans, í tveimur félögum fara ekki inn í Landsbréf sem hluti af sjóð sem boðinn verður fagfjárfestum.

Um er að ræða 1,9% hlut í Intrum Justitia sem skráð er á Nasdaq OMX í Stokkhólmi og 6,54% hlut hlutur í Oslo Bors VPS Group sem samanstendur af fjórum fyrirtækjum, kauphöll, verðbréfaskráningu, uppgjörsþjónustu og markaðslausnum.

Reynt verður að selja hluti Horns í þessum félögum á næstunni. Önnur félög sem voru inni í Horni verða sett inn í Landsbréf þar sem myndaður verður sjóður sem síðan verður auglýstur og boðinn fagfjárfestum til kaups.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.