Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra munu í dag funda um málefni sparisjóðanna, að því er Morgunblaðið hefur eftir Gísla Jafetssyni hjá Fræðslumiðstöð sparisjóðanna. Forsvarsmenn sjóðanna hafa ekki verið boðaðir á fundinn.

Ari Teitsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, segir að Landsbankinn hafi boðið í stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar og Sparisjóðs Svarfdæla. Bankasýsla ríkisins heldur um stærstan hlut í sjóðunum en vor nýverið auglýstir til sölu. Ari gagnrýnir þróunina og óttast að sparisjóðir muni renna inn í bankana.