Landsbréf hafa lokið fjármögnun á nýjum 12 milljarða króna framtakssjóði, Horni III slhf. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og aðrir fagfjárfestar.

Sjóðurinn mun fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum og áherslan verðu lögð á fjárfestingu í fyrirtækjum með trausta og góða rekstrarsögu. Í tilkynningu um fjármögnunina segir að í krafti stærðar sinnar hefur Horn III alla burði til að vera öflugur fjárfestir á sviði framtaksfjárfestinga hér á landi á næstu árum.

Framkvæmdastjórar Horns III eru þeir Hermann Már Þórisson og Steinar Helgason en þeir eru jafnframt framkvæmdastjórar Horns II sem einnig er framtakssjóður í stýringu Landsbréfa hf.