Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, högnuðust um 1.113 milljónir á árinu 2017. Í fyrra hagnaðist félagið um 702 milljónir króna og aukningin því tæplega 59% á milli ára. Hreinar rekstrartekjur félagsins voru tæpir 2.292 milljónir og jukust um 562 milljónir frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 869 milljónir og jukust um 16 milljónir á milli ára.

Heildareignir félagsins voru 4.354 milljónir króna en eigið fé nam 3.763 milljónum króna. Skuldir námu því 592 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár var því 29,6%. Eiginfjárhlutfallið samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 105,10%.

Handbært fé í upphafi árs nam 169 milljónum króna og jókst um 33 milljónir á árinu. Handbært fé í lok árs 2017 var því 202 milljónir króna.