Framtakssjóðurinn Horn III sem er í umsjón Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans hefur keypt hlut í Bílaleigu flugleiða sem er rekin undir vörumerkinu Hertz. Samkeppniseftirlitið telur að engin samþjöppun verði á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans.

Eftirlitið ákvað þó að setja skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði bílaleigunnar gagnvart Landsbankanum. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að jafnframt séu í gildi skilyrði sem tryggja eigi sjálfsstæði Landsbréfa og Horns III gagnvart Landsbankanum en þau voru sett í tengslum við kaup sjóðsins á hlut í Basko.