*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 9. apríl 2018 11:13

Landsbréf kaupa hlut í Hertz

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sjóði í stýringu Landsbréfa að kaupa hlut í Hertz en þó með skilyrðum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Framtakssjóðurinn Horn III sem er í umsjón Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans hefur keypt hlut í Bílaleigu flugleiða sem er rekin undir vörumerkinu Hertz. Samkeppniseftirlitið telur að engin samþjöppun verði á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans. 

Eftirlitið ákvað þó að setja skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði bílaleigunnar gagnvart Landsbankanum. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að jafnframt séu í gildi skilyrði sem tryggja eigi sjálfsstæði Landsbréfa og Horns III gagnvart Landsbankanum en þau voru sett í tengslum við kaup sjóðsins á hlut í Basko.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is