Landsbréf hf. og Júpíter rekstrarfélag að fresta viðskiptum með hlutdeildarskírteini í sjóðum vegna tímabundinnar lokunar viðskipta með einstök verðbréf í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningum frá félögunum til Kauphallarinnar.

Júpíter hefur frestað viðskiptum með hlutdeildarskírteini í öllum sjóðum. Sjóðirnir sem um ræðir hjá Landsbréfum eru eftirfarandi:

  • Landsbréf - Markaðsbréf
  • Landsbréf - Eignabréf
  • Landsbréf - Einkabréf B
  • Landsbréf - Einkabréf C
  • Landsbréf - Safnbréf 1
  • Landsbréf - Sparibréf stutt
  • Landsbréf - Sparibréf meðallöng
  • Landsbréf – Sparibréf plús
  • Landsbréf - Sparibréf verðtryggð
  • Landsbréf - Sparibréf óverðtryggð
  • Landsbréf – LEQ
  • Landsbréf – Úrvalsbréf

Hjá Landsbréfum er hins vegar ekki lokað fyrir viðskipti með:

  • Landsbréf – Veltubréf II
  • Landsbréf – Öndvegisbréf
  • Landsbréf – Global Equity
  • Landsbréf – Nordic 40

Þá hafa Reykjavíkurborg og Lánasjóður sveitarfélaga ákveðið að veita aðalmiðlurum tímabundna undanþágu á skyldum á eftirmarkaði, þannig að þeim sé heimilt að leggja ekki fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi Nasdaq OMX. Ákvörðunin er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta, samkvæmt tilkynningum.