Brunnur er nýr sjóður Landsbréf sem mun fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Áætluð stærð sjóðsins mun nema allt að þremur milljörðum króna og áætlaður líftími sjóðsins er til ársins 2022. Sjóðurinn mun fjárfesta í fimm til tíu fyrirtækjum og mun lífeyrissjóðum og öðrum fagfjárfestum bjóðast að fjárfesta í sjóðnum.

Áhersla verður lögð á fjárfestingar sem munu skapa varanlega verðmætaukningu, bæði í nýjum fyrirtækjum á svokölluðu klakstigi eða í fyrirtækjum sem hafa vaxið frekar og hafa frekari möguleika til vaxtar. Fjárfestingar sjóðsins munu eingöngu ná til fyrirtækja hér landi en mun styðja við þau fyrirtæki til sóknar erlendis.

Við erum núna í startholunum með sjóðinn og munum á næstunni ræða við mögulega fjárfesta. Áætlað er að sjóðurinn taki formlega til starfi í upphafi næsta árs, segir Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum.

Um þennan sjóð var rætt á fundi Klaks Innovit þar sem Bjarki A. Brynjarsson, forstjóri Marorku, og Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, ræddu um rekstrarskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Þar fjallaði Bjarki meðal annars um nýsköpunarsjóði sem gætu hentað lífeyrissjóðum að fjárfesta í. Fyrirlestra Svönu og Bjarka má sjá hér að ofan en viðtal við Bjarka um nýsköpunarsjóð má sjá hér.