Ríkið greiddi rúmlega 117,5 milljónir vegna Landsdómsmálsins. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur.

Mestur virðist kostnaður hafa verið við laun starfsmanna þar sem dómarar fengu greiddar 26,6 milljónir og aðrir starfsmenn 54,8 milljónir. Málsvarnarlaun og annar verjendakostnaður sem dæmdist á ríkið nam 25,2 milljónum króna.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnheiði Elínu að inn í þessar tölur vanti kostnað við embætti saksóknara Alþingis en Ragnheiður hefur þegar sent fyrirspurn til skrifstofustjóra Alþingis um það atriði.