*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 7. júní 2011 13:43

Landsdómur: Geir vísar öllum ákæruatriðum á bug

Ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde var þingfest í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir ætlar að leggja sig fram við að sanna sakleysi sitt.

Ritstjórn
Geir H. Haarde á blaðamannafundi sem hann hélt í gær, daginn fyrir þingfestinguna. VBMYND/BIG
Jens Einarsson

„Ég vísa öllum ákæruatriðum á bug og mun leggja mig fram við að sanna sakleysi mitt,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, við þingfestingu ákæru Alþingis á hendur honum fyrir Landsdómi. Ákæran var þingfest rétt í þessu í  Þjóðmenningarhúsinu.

Geir er meðal annars ákærður fyrir að hafa á tímabilinu febrúar til október 2008 ekki stuðlað að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. 

Stikkorð: Geir H. Haarde