Landsdómur kemur saman klukkan 14:00 í dag í Þjóðmenningarhúsinu og kveður upp dóm yfir Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. RÚV og Stöð 2 hafa fengið leyfi til þess að sýna beint frá dómsuppkvaðningu, þó með sömu myndavél.

Aðalmeðferð í málinu hófst þann 5. mars síðastliðinn og lauk um tveimur vikum síðar eða 16. mars. Líkt og kunnugt er var fjöldi vitna sem kom fyrir dóminn en Geir, sem var ákærður af Alþingi í málinu, hefur haldið fram sakleysi sínu.