*

sunnudagur, 12. júlí 2020
Innlent 15. nóvember 2019 08:56

Landsdowne selur nærri 4% í Sýn

Vogunarsjóðir Landsdowne Partners selja fyrir 313 milljónir króna og fara úr rúmlega 11% í 7,4% eignarhlut.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sjóður á vegum fjárfestingarfélagsins Landsdowne Parnters International hafa selt ríflega 11,1 milljón bréfa í Sýn, og þar með fært eignarhlut sinn úr rúmlega 11,1% niður í 7,4% í fjarfskiptafélaginu.

Miðað við 28,1 krónu gengi bréfanna við lokun markaða í gær, nemur verðmæti bréfanna sem félagið hefur selt 313,3 milljónum króna.

Sjóðurinn Landsdowne European Structural Recover Fund á enn tæplega 22 milljón bréf í Sýn, sem miðað við þetta sama gengi er að verðmæti tæplega 617 milljóna króna.

Stikkorð: hlutabréf vogunarsjóður Sýn Landsowne