Landsflug, sem nýlega tók við innanlandsflugi af Íslandsflugi, hefur ákveðið að fjárfesta í nýrri Dornier vél, sams konar og nú er í rekstri hjá félaginu og tekur 19 farþega. Haft var eftir Guðlaugi Sigurðssyni, rekstrarstjóra Landsflugs, í Fréttum í Vestmannaeyjum að félagið myndi einnig leigja tímabundið til reynslu stærri flugvél af gerðinni Dornier 328. Það er hraðskreið skrúfuþota, búin jafnþrýstibúnaði og tekur 32 farþega.