Umsvifin í spænska efnahagslífinu dróst saman á fjórða ársfjórðungi 2011 eftir að hafa staðið í stað á þeim þriðja. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 til 0,3 prósent en hagvöxtur var enginn á þriðja ársfjórðungi. Nýi efnahagsráðherrann var ekki bjartsýnn þegar hann ávarpaði starfsfólk og blaðamenn á skrifstofu sinni á mánudegi.

Ráðherrar í nýju ríkisstjórn Spánar horfa fram á aukinn niðurskurð ríkisútgjalda. Luis de Guindos, efnahagsráðherra, sagði engum blöðum um það að fletta að næstu tveir mánuðir yrðu erfiðir, bæði frá sjónarhóli vaxtar í atvinnulífinu og atvinnuleysis. Hafa fjölmiðlar túlkað þessi orð ráðherrans þannig að Spánverjar gangi inn í nýtt samdráttarár. Hversu mikill samdrátturinn verður ræðst að því hvernig endanlegt uppgjör ársins 2011 verður.