Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 4,6% að raungildi á 4. fjórðungi ársins 2007 frá sama fjórðungi árið áður.

Á sama tíma jókst einkaneysla um 7,6% og samneysla um 3,7% en fjárfesting dróst saman um rúmlega 29% og þjóðarútgjöld drógust saman um 5,7%. Útflutningur jókst um 24%, en að meðtöldum flugvélum jókst hann um rúmlega 46%.

Á sama tíma jókst innflutningur um tæp 4%. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla sýnir 0,3% vöxt frá 3. ársfjórðungi 2007 til 4. ársfjórðungs 2007. Þar af mælist 0,9% aukning í einkaneyslu en þjóðarútgjöld dragast saman um 2,9% á ársfjórðungnum.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands