Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 1,1% að raungildi á 1. fjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður.

Þjóðarútgjöld jukust um 1,2%, útflutningur um 0,2% og innflutningur um 0,4%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman um 3,7% á milli 1. fjórðungs ársins 2008 og 4. ársfjórðungs 2007 en óx um 1,2% frá sama tímabili árið áður.

Þetta kemur fram í Hagtíðindum  í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um landsframleiðslu á 1. ársfjórðungi 2008 sem birtist á vef Hagstofu í dag.