Þeir landsfundarfulltrúar sem nú þegar hafa verið kjörnir til setu á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins munu halda sæti sínu á landsfundi nema þeir tilkynni sjálfir forföll.

Þetta kom fram í tölvupósti sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi landsfundarfulltrúum fyrir stundu en eins og fram hefur komið tók miðstjórn flokksins þá ákvörðun í hádeginu að fresta landsfundi flokksins sem til stóð að halda í lok mánaðarins.

Fundurinn fer þess í stað fram dagana 26. til 29. mars næstkomandi og verður haldinn í Laugardalshöll.