Nú hefur landsfundi Samfylkingarinnar verið flýtt. Hann verður haldinn í júní á þessu ári, en áður hafði verið áætlað að halda hann í janúar eða febrúar næsta árs. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Til umræðu hefur verið að flýta landsfundi vegna dræms fylgis Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum, en fylgið hefur verið í kringum 11%-9% bilið í heilt ár núna. Ólína Þorvarðardóttir tjáði sig um það á dögunum að landsfundi yrði að flýta.

Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði enn fremur að hann hefði ekki gert upp hug sinn varðandi það hvort hann ætlaði að bjóða sig fram á ný eður ei á næsta landsfundi.

„Þið munið heyra frá mér bráðlega með það,” sagði Árni. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna, og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins.”