Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til landsfundar dagana 3.-5. nóvember næstkomandi. Þetta tilkynnir flokkurinn á heimasíðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hélt síðast landsfund haustið 2015, en að staðaldri er landsfundur flokksins haldinn annað hvert ár.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er meðal annars kosið um forystu flokksins, auk þess sem stefnumótun varðandi hin ýmsu málefni fer fram.

Um skipulag og dagskrá landsfundar má lesa í 2. kafla skipulagsreglna flokksins . Um val fulltrúa á landsfund má lesa í 9. grein (2. kafli).