Internet á Íslandi hf. (ISNIC) velti 206 milljónum króna og heildarhagnaður félagsins var 133,5 milljónir króna á árinu 2010. Þar af námu tekjur vegna landlénsins .is um 170 milljónum króna, en ISNIC sér um skráningu og rekstur slíkra léna. Ekki er hægt að skrá .islén nema í gegnum ISNIC. Þetta kemur fram í ársreikningi ISNIC fyrir árið 2010 sem skilað var inn til ársreikningaskráar síðastliðinn mánudag.

80% velta vegna léna

Rekstarhagnaður ISNIC fyrir fjármagnsliði var 83 milljónir króna. Ársvelta ISNIC var 206 milljónir króna og um 80% hennar er tilkomin vegna reksturs þeirra .is-léna sem skráð eru. Þau eru rúmlega 32 þúsund talsins og eigendur þeirra greiða ISNIC 7.982 krónur á ári hver fyrir rekstur lénanna. Jens segir gjaldið ekki hafa verið hækkað í áratug.

Skráðum lénum hefur fjölgað gríðarlega síðustu árin samhliða mikilli aukningu í internetnotkun.

Árið 2000 voru til að mynda einungis um 3.000 lén með .is-endingu, fimm árum síðar voru þau orðin um 10.000 og í lok árs 2008 um 19.000 talsins, samkvæmt tölum á heimasíðu ISNIC.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir tölublöð.