Viðskiptablaðið ræddi við Helgu Valfells í vikunni.

Hvernig hefur gengið að fá erlenda fjárfestingu með í íslenskri nýsköpun? „Hún er alveg til staðar. Við unnum mikið með erlendum fjárfestum hjá Nýsköpunarsjóði. Það er gaman að segja frá því að ég byrja þar 2010. Þá voru gjaldeyrishöft og ég gat ekki ímyndað mér að við fengjum erlenda fjárfesta og ekki margir innlendir fjárfestar voru heldur á þeim tíma. En þá kom fjárfestir og hafði áhuga á að kaupa fyrirtækið Gavia. Þ

að var Teledyne Technologies, stórt, skráð bandarískt fyrirtæki sem keypti Gavia. Þá sáum við að þetta var hægt og við fórum meira í að byggja upp sambönd við erlenda fjárfesta. Þá fengum við töluvert af erlendum fjárfestum inn í einstaka verkefni með okkur. Jafnfram voru nokkur fyrirtæki seld til erlendra stórfyrirtækja – síðast var það NetApp, sem er Fortune 500 fyrirtæki, sem keypti allt hlutafé GreenQloud og er með starfsemi hér. Þannig að það er fullt af erlendum fyrirtækjum í tæknigeiranum með starfsemi hér og hafa fjárfest á Íslandi og sett fjármagn í þau en enginn veit af þeim. Meniga, Mentor, Mint Solutions og Sólfar fengu til dæmis erlenda fagfjárfestingu á sínum tíma,“ segir Helga.

„Það hefur líka komið skemmtilega á óvart hvað íslensku fótboltalandsliðin hjálpa ótrúlega mikið í markaðssetningu erlendis. Þannig að ég segi bara takk, landslið fyrir þessa góðu markaðssetningu, hún hefur hjálpað mjög mikið. Íslenskir frumkvöðlar eru með svo mikið „can do“ viðhorf, komandi frá um 340.000 manna landi. En landsliðin hafa sýnt þennan fókus og dugnað og það hjálpar okkur afskaplega mikið þegar við tölum við erlenda fjárfesta.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .