Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn sem sölu-og markaðsstjóri hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu. Ágúst hefur starfað bæði í Noregi og Danmörku sem handknattleiksþjálfari og nú síðast sem landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik siðastliðin 5 ár. Ágúst kannast ágætlega við sig hjá Kerfi en þar starfaði frá árinu 2004-2009 sem sölustjóri.

Kerfi fyrirtækjaþjónusta sérhæfir sig í leigu á vatns-og kaffivélum ásamt almennum rekstrarvörum fyrir fyrirtæki. Hjá Kerfi starfa í dag 14 manns.

„Ég hlakka mikið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru hjá Kerfi. Fyrirtækið hefur verið í sókn og vaxið jafnt og þétt. Hjá fyrirtækinu vinnur samheldinn og góður hópur og hlakka ég til að verða hluti af þeirri liðsheild sem er lykillinn að góðum árangri hér sem og í boltanum“ er haft eftir Ágúst í fréttatilkynningu.