Í könnun sem Gallup gerði í sumar kom í ljós að fleiri landsmenn eru ánægðir með þjóðvegi landsins en árið áður.

Í könnuninni kom einnig í ljós að landsmenn eru jafn jákvæðir gagnvart Vegagerðinni og í fyrra.

Mun fleiri eru ánægðri með kantstikur og yfirborðsmerkingar en árið áður og einnig fjölgar þeim lítillega sem telja merkingar þar sem vinna fer fram fullnægjandi.

Er það athyglisverð niðurstaða í ljósi gríðarlega mikillar óánægju vegfaraenda um Reykjanesbraut við vegmerkingar á framkvæmdasvæði þar í vetur. Virðist viðhorfið hafa breyst mikið eftir að Ístak tók við framkvæmdum af röggsemi í vor.

Flestir aðspurðra í könnun Gallup vilja breiðari vegi. Að sama skapi fækkar þeim stöðugt sem leggja áherslu aukið bundið slitlag, enda fer malarvegunum um fjölfarnar slóðir ört fækkandi.