Eftirspurn eftir innanlandsflugi um verslunarmannahelgina er mjög mikil, en frá því á morgun og fram til þriðjudagsins 5. ágúst eru um 8.000 farþegar bókaðir í flug með Flugfélagi Íslands. Þar af eru 2.200 farþegar bókaðir á mánudeginum 4. ágúst.

Sérstaklega mikil aukning er á flugi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en 50% fleiri farþegar eru bókaðir með flugi þangað en á síðasta ári.

Mánudaginn 4. ágúst verða farnar 23 ferðir frá Vestmannaeyjum og er uppselt í þær allar, en á venjulegum mánudegi eru farnar 3 ferðir og í fyrra voru farnar 16 ferðir á þessum degi eftir Þjóðhátíð.