Svanhildur Eva Stefánsdóttir, annar eigenda Spilavina, segir að salan í spilum og púslum hafi verið „gífurleg" síðustu vikur eða eftir að heimsfaraldurinn skall á. Hún segir segir að fyrir páska sé salan venjulega mjög góð enda fólk oft að fara í bústað og vanti þá einhverja skemmtilega afþreyingu. Salan núna sé samt töluvert meiri en venjulega á þessum árstíma, sem sé merkilegt því fólk veigri sér almennt við að fara í verslanir.

„Verslunin er opin en við erum líka með vefverslun," segir Svanhildur  Eva. „Það hefur einmitt orðið gífurlega aukning í vefsölunni hjá okkur."

Að sögn Svanhildar Evu rjúka púsluspilin út og skiptir þá engu hvort um er að ræða barnapúsl eða púsl fyrir fullorðna.

„Það er engu líkara en að þjóðin sé orðin púslóð ," segir hún. „Ég hef ekki upplifað neitt þessu líkt síðan við opnuðum verslunina fyrir þrettán árum. Það eru allir að púsla."

Gísli Einarsson, eigandi Nexus , segir það sé rífandi sala í spilum.

„Það er alveg augljóst að landinn ætlar að spila á þessum covid -tímum," segir hann. „Það sama gerðist í síðustu kreppu, þá seldust spil mjög vel. Við höfum ekki verið með vefverslun en erum að bæta úr því og hún ætti að fara í loftið á næstu dögum."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Hökkt í vinnslu markaðsgreininga Póst- og fjarskiptastofnunar skoðuð í samhengi við hlutverk annarra eftirlitsstofnana
  • Íslenskt fyrirtæki gerir heilbrigðiskerfum og tryggingafélögum kleift að lækka kostnað sinn um milljarða
  • Fjallað er um erfiða stöðu rútufyrirtækja eftir offjárfestingu síðustu ára
  • Sögulegt hrun á álmörkuðum og stöðu álgeirans innanlands
  • Framkomu- og siðareglur í fjarfundum eru ræddar í þaula
  • Verktakafyrirtæki hafði betur í deilumáli við United Silicon
  • Alicja Lei, nýr markaðssérfræðingur hjá Meniga segir frá reynslunni af appinu sem og lífinu á Íslandi
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um ábyrgð flokks ekki þjóðar
  • Óðinn skrifar um Samkeppniseftirlitið