Þjóðin er áhugalaus um forsetakosningarnar. Fyrir því eru tvær ástæður. Annars vegar gætir pólitískrar þreytu. Þá trúa því fæstir að Ólafur Ragnar Grímsson sé að flytja í lítið hús á lækjarbakka, að mati Hrafns Jökulssonar.

Hrafn skrifar pistil um forsetakosningarnar í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Hann segir það áhugavert hversu áhugalaus þjóðin virðist um forsetakosningarnar sem boðaðar hafa verið laugardaginn 30. júní næstkomandi. Hann bendir á að undir venjulegum kringumstæðum væri baráttan komin á fulla ferð, með tilheyrandi titringi og taugaveiklun, kjaftasögum og kosningatrikkum.

Pistill Hrafns Jökulssonar