Í lok fyrsta ársfjórðungs 2016 bjuggu 334.300 manns á Íslandi, 168.360 karlar og 165.930 konur. Þá hafði landsmönnum fjölgað um 1.540 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 214.740 manns en 119.560 utan höfuðborgarsvæðis. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofu .

Á fyrsta ársfjórðungi fæddust 980 börn, en 590 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.000 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 110 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.110 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 190 manns á 1. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 460 íslenskir ríkisborgarar af 710 alls. Af þeim 540 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 130 manns.