1. janúar 2017 voru landsmenn 338.349 og hafði landsmönnum fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8%. Konum og körlum fjölgaði nokkuð jafnt en þó eru karlar 3.717 fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu var um 3.259 í fyrra eða 1,5%. Þó varð mest fólksfjölgun hlutfallslega mest á Suðurnesjum, 6,6%. Einnig fjölgaði íbúum 2,1% á Suðurlandi, 1,1 á Norðurlandi eystra og 1% á Vesturlandi en minna á Norðurlandi vestra, 0,4%, og Austurlandi 0,4%. Fólksfækkun var á Vestfjörðum, en þaðan fluttust 13 manns 0,2% í fyrra.

Kjarnafjölskyldur á Íslandi voru 80.538 hinn 1. janúar síðastliðinn en 79.870 ári áður. Í byrjun árs voru 60 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri og fækkaði um einn milli ára. „Auk þeirra voru 36 smærri staðir með 50–199 íbúa sem er fjölgun um einn frá fyrra ári. Í þéttbýli bjuggu 316.904 og fjölgaði um 5.054 milli ára. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 21.455 manns hinn 1. janúar síðastliðinn,“ segir í fréttinni.