Á öðrum ársfjórðingu þessa árs fjölgaði landsmönnum um 1.760 manns. Bjuggu í lok júnímánaðar 336.060 manns á landinu, þar af 169.540 karlar og 166.520 konur. Bjuggu 215.380 mann á höfuðborgarsvæðinu, eða 64% landsmanna, en utan höfuðborgarsvæðisins bjuggu 120.680 manns, eða 36% landsmanna.

Náttúruleg fjölgun nemur 400 manns

Á ársfjórðungnum fæddust 950 börn, en 550 einstaklingar létust, svo náttúruleg fjölgun nemur 400 einstaklingum. Fluttust á sama tíma 1.490 einstaklingar til landsins umfram þá sem fluttu út, þar af voru fleiri karlar en konur sem fluttu frá landinu.

Erlendir ríkisborgarar sem flutti til landsins voru 1.330 fleiri en fluttu frá því, en 150 fleiri íslenskir ríkisborgarar sem fluttu hingað en frá því.

Flestir erlendir ríkisborgarar koma frá og fara aftur til Póllands

Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara, en þaðan fluttust 740 af alls 1.870 erlendum innflytjendjum, sem og þangað fluttu flestir erlendir ríkisborgarar eða 120 af 530 alls.

Næst í röðinni kom Litháen og fluttu þaðan 180 erlendir ríkisborgarar til Íslands. Í lok fyrsta ársfjórðungs bjuggu 28.880 erlendir ríkisborgarar á Íslandi sem nemur um 8,6% mannfjöldans.

Flestir íslenskir ríkisborgarar til norðurlandanna

Danmörk var það land sem flestir íslenskir ríkisborgarar fluttu til, eða 160 manns, en 180 manns fluttu þaðan á ársfjórðungnum. Flestir íslenskir ríkisborgarar fluttu til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, eða 320 af alls 560 sem flutu út.

Flestir íslenskir ríkisborgarar sem fluttu aftur heim kom frá Noregi, eða 220, en svo komu 100 frá Svíðþjóð svo samtals voru 500 frá þessum þremur skandinavíulöndum af þeim 720 íslensku ríkisborgurum sem fluttu hingað til lands.