Landspítali fær úthlutað 49,1 milljarði úr ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlögum 2015. Þar af fara 1,4 milljarðar í tækjakaup og 500 milljónir í viðhald og nýframkvæmdir.

Fjárlög 2014 gerðu ráð fyrir að rekstur spítalans myndi kosta 43,6 milljarða, en ljóst þykir að sú fjárhæð hafi verið vanáætluð. Um mitt ár hafði spítalinn keyrt 576 milljónir fram úr fjárheimildum sínum samkvæmt ársfjórðungsyfirliti.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr á árinu að Landspítalinn hefði greitt 102 milljónir árið 2013 fyrir leigubíla.