*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 8. maí 2020 15:30

Landsréttur staðfestir dóm Júlíusar

Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundinn 10 mánaða fangelsisdóm fyrrum borgarfulltrúans vegna peningaþvættis.

Ritstjórn
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi.
Haraldur Guðjónsson

Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundinn fangelsisdóm Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrum borgarfulltrúa. Júlíus var dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok árs 2018. RÚV greinir frá þessu.

Við fyrirtöku málsins í héraði fór saksóknari fram á 8-12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi en líkt og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma var Júlíus sakaður um að hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna í gegnum sjóð sem hann var rétthafi af. Fjármunirnir þar komu til vegna viðskipta bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993.

Júlíus viðurkenndi að hafa ekki greitt skatta af umboðslaunum en kvað brotin vera fyrnd og að peningaþvætti ætti ekki við í því máli. Því var héraðsdómur ekki sammála og dæmdi hann líkt og áður segir fyrir peningaþvætti.