Í þorskeldi hefur framleiðslan verið um 1.500 tonn á ári og í nýrri skýrslu Landssambands fiskeldisstöðva kemur fram að reikna má með hægri aukningu á meðan verið er að þróa aleldi og spáir sambandið því að afraksur þorskeldis verðikomin upp í  2.500 tonn fyrir árið 2015.

Í skýrslunni kemur fram að stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu áfram leiða þróun aleldis á þorski og líta á eldið sem þróunarverkefni til að meta arðsemi þess, byggja upp þekkingu og vinna að kynbótum á eldisþorski. Enn er eftir að þróa bóluefni, draga úr tjóni vegna kynþroska og auka almenna þekkingu á sjúkdómum. Ef vel tekst til við þróun þorskeldis má gera ráð fyrir uppskölun eftir 2015 segir í skýrslunni.