*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Innlent 10. júlí 2020 19:06

Rekinn með 3,75 milljarða halla í fyrra

Rekstrarafkoma Landspítalans var neikvæð um 2,4 milljarða króna á síðasta ári, samanborið við 1,4 milljarða árið áður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti ríkisreikning fyrir árið 2019 í gær en þar kom fram að Landspítali hafi verið rekinn með 3,75 milljarða króna halla ef horft er til heildarfjárveitingar, þ.e. með þegar búið er að millifæra afkomu síðasta árs. 

Fjárveiting Landspítalans nam 66,4 milljörðum, aðrar tekjur námu 12,7 milljörðum og því voru heildartekjur spítalans um 79,2 milljarðar. Rekstrargjöldin námu hins vegar 81,6 milljörðum. Rekstrarafkoma spítalans var því 2,38 milljarðar króna. 

Sjá einnig: Ríkið rekið með 42 milljarða afgangi

Þegar tekið er tillit til halla frá fyrra ári, sem var 1,37 milljarðar, verður heildarhalli Landspítalans 3,75 milljarðar. Eignir spítalans námu 18,4 milljörðum í árslok 2019, skuldir voru 22,9 milljarðar og eigið fé neikvætt um 4,4 milljarða.