Landsteinar Strengur hefur gert samning við Sjónarrönd ehf. um sölu og dreifingu ValuePlan áætlanakerfisins. ValuePlan áætlanakerfið heldur utan um alla áætlanagerð, allt frá sölu-, verkefna- og launaáætlunum yfir í rekstraráætlanir og sjóðstreymisspár og er í notkun hjá fjölda íslenskra fyrirtækja.

Að sögn Ívars Harðarsonar, sölu- og markaðsstjóra Landsteina Strengs er ValuePlan góð viðbót í vörulínu fyrirtækisins og styður við það markmið að bjóða viðskiptavinum upp á heildarlausnir í upplýsingatækni.

Landsteinar Strengur er upplýsingatæknifyrirtæki sem býður fyrirtækjum heildarlausnir á sviði fjármála, þjónustu, heildsölu, dreifingar og verslunar. Sjónarrönd ehf. sérhæfir sig í lausnum til áætlanagerðar og greiningar upplýsinga ásamt ráðgjöf við uppbyggingu stjórnunarferla.