Samkeppni um landsvæði í London er nú að ná sömu hæðum og fyrir fjármálakreppuna. Erlendir fjárfestar ætla sér að fjárfesta fyrir yfir 5 milljarða punda í London. Fram kemur í frétt Financial Times að rúmlega 1 milljarði punda hefur verið safnað til fjárfestinga á þessu ári.

Talið er að byggð verði um tíu þúsund ný heimili á höfuðborginni sem tengjast fjárfestingunni. Áhuginn hefur leitt til mikilla hækkana á landsvæði og segir að fjárfestarnir séu mjög ágengir í kaupunum og á uppboðum á jarðeignum.

Fasteignamarkaðurinn í London þykir sérstaklega góður í samanburði við önnur landsvæði í Bretlandi. Eftirspurn þar hefur ekki dregist jafn mikið saman og í öðrum borgum og leiguverð farið hækkandi á síðasta ári.