Eignarhald á Þeistareykjum ehf., sem stofnað var um orkurannsóknir á Þeistareykjum, hefur tekið breytingum að undanförnu. Norðurorka hefur þegar selt 32% hlut sinn til Landsvirkjunar sem nú heldur á 64% hlut í félaginu. Kaupverðið á hlutnum var um tveir milljarðar króna en Samkeppniseftirlitið hefur þegar samþykkt kaupin fyrir sitt leyti.

Þá hafa að undanförnu farið fram viðræður milli Landsvirkjunar og Orkuveitu Húsavíkur (OH) um sölu á 32% hlut OH til Landsvirkjunar. Þingeyjarsveit á svo fjögur prósenta hlut. Útlit er því fyrir að Landsvirkjun muni eignast Þeistareyki ehf. að nánast öllu leyti og þannig stýra ferðinni þegar kemur að virkjanaframkvæmdum á svæðinu.

Eins og greint hefur verið frá í Viðskiptablaðinu er ekki loku fyrir það skotið að virkjanaframkvæmdir verði að hluta fjármagnaðar með eigin fé fremur en að öllu leyti með lánsfé eins og gert hefur verið til þessa.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .