Landsvirkjun hefur tilkynnt 5,28% hækkun á 7 og 12 ára heildsölusamningum sínum sem kemur til framkvæmda í tvennu lagi. Þann 1. júlí hækkar gjaldskráin um 2,8% og síðan um 2,48% þann 1. janúar n.k.

Þar sem orkukaupin eru einnig skv. 1 og 3 ára samningum hækka heildarkaupin heldur minna.

Landsnet hf hefur einnig tilkynnt 3,9% hækkun á gjaldskrá sinni fyrir flutning raforku sem tekur gildi 1. ágúst n.k. Flutningsþáttur gjaldskrár HS hf er um 17,5% þannig að þessi hækkun leiðir beint til um 0,7% hækkunar á almennri gjaldskrá fyrirtækisins.

Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja hf. hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um gjaldskrárbreytingar hjá HS en ljóst að þessar hækkanir auk almennra verðlagshækkana þrýsta mjög á hækkanir gjaldskrár.