Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í rannsókn á rústum á Hálsi við Jökulsá á Brú sunnan Kárahnjúka. Verkefnið felur í sér rannsókn með uppgreftri á tveimur samliggjandi rústum, sem hvor um sig er nálægt 13x8 m að flatarmáli, forvörslu forngripa sem finnast, töku og greiningu sýna, ásamt greinargerð og skýrslu um rannsóknina.

Gert er ráð fyrir að vettvangsrannsókn hefjist í sumar og að henni ljúki í haust, en verkefninu verði að fullu lokið haustið 2006.

Útboðsgögn verða seld í móttöku Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 24. janúar n.k. á kr. 1.000 - fyrir hvert eintak.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 1. mars n.k., þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.