Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir það útilokað að Landsvirkjun verði skráð á hlutabréfamarkaði, að hluta til eða í heild sinni, á meðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er við völd. Þetta segir hann í samtali við Fréttablaðið og vísar til samþykktar ríkisstjórnarinnar þess efnis að fyrirtæki í eigu hins opinbera verið ekki einkavædd.

Ummæli Steingríms eru til komin vegna orða Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar, á fundi í Valhöll þess efnis að til þess að fjármagna framtíðarsýn sína verði Landsvirkjun að fara á hlutabréfamarkað líkt og Statoil hefur gert í Noregi.